Starfsaldursviðurkenningar 2016

img_3171

Í vikunni, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 12 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Elísabet Ösp Pálsdóttir, Helga Dóra Sigvaldadóttir, Jón Atli Sigurðsson, Margrét Ósk Vífilsdóttir, Valey Björk Guðjónsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir.

Fyrir 10 ára starf: Ólöf Elfa Smáradóttir.

Fyrir 15 ára starf: Guðmunda Maríasdóttir, Hildur Bernódusdóttir og María Kristinsdóttir

Fyrir 20 ára starf: Gréta Jóhannesdóttir og Sóley Sævarsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum  á Höfða á síðustu mánuðum eftir farsælan starfsferil, þær Erna Kristjánsdóttir félagsliði, Ragnheiður Guðmundsdóttir sjúkraliði og Sigríður Sigurlaugsdóttir sjúkraliði.  Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 77 ára.  Þó svo Ragnheiður láti af störfum sem sjúkraliði mun hún starfa áfram sem djákni á Höfða.

Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blömvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

Kvöldvaka

img_3156

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í vikunni. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.

Undir borðahaldi lék Sveinn Rúnar Sigurðsson læknir heimilisins.  Patrekur Orri Unnarsson söng og spilaði á gítar, vinkonurnar María Einarsdóttir og Rakel Eyjólfsdóttir fluttu tvö lög og að lokum spilaði Fanney Karlsdóttir íbúi á Höfða á harmonikku.

Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel.

Vökudagar 2016

img_2997

Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða.

Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli.

Auk þess var opnuð samsýning Elínborgar Halldórsdóttur (Ellý) sem sýndi myndlist og glerlist og hópsins Skraddaralýs sem er hópur kvenna úr Hvalfjarðarsveit auk kvenna af Akranesi og Borgarnesi sem sýndu bútasaum.

Við opnunina sá Tindatríó og Sveinn Arnar um tónlistarflutning.