Íbúar, starfsmenn og stjórn Höfða senda lesendum heimasíðunnar bestu kveðjur og óskir um gott og farsælt komandi ár.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2015
Jólaball 2015
Í dag var haldið jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.
Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.
Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.
Helgihald um hátíðarnar
Í morgun var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag.
Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar.
Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.
Óskum öllum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar.
Jólakveðja frá Höfða
Litlu jólin
Í gærkvöldi buðu starfsmenn íbúum til samverustundar í aðdraganda jóla. Annarsvegar var samverustund á Innri-Hólmi fyrir íbúa Innri- og Ytri Hólms og hinsvegar á Leyni fyrir íbúa Leynis og Jaðars. Starfsmennirnir komu með margskonar góðgæti að heiman og buðu íbúunum. Mikil ánægja var með þessa notalegu kvöldstund og þetta skemmtilega framtak starfsmannanna.
Jólatónleikar Grundartangakórsins
Grundartangakórinn hélt sína árlegu jólatónleika á Höfða í gær. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason og Smári Vífilsson. Undirleik annaðist Flosi Einarsson.
Tónleikarnir voru vel sóttir og góður rómur gerður að þeim.
Aðventa á Höfða
Síðastliðinn föstudag var hið árlega jólahlaðborð Höfða haldið og komu fjölmargir aðstandendur og borðuðu með sínu fólki. Helgin endaði svo með aðventustund á sunnudag sem var í umsjón Séra Eðvarðs Ingólfssonar og Séra Þráins Haraldssonar. Allir þessir viðburðir voru vel sóttir og almenn ánægja með þá.