Í morgun kom fríður hópur nemenda úr unglingadeild Grundaskóla og flutti atriði úr söngleiknum Úlfur, úlfur fyrir íbúa og dagdeildarfólk í Höfðasal.
Söngleikurinn Úlfur, úlfur er sýndur þessa dagana í Bíóhöllinni á Akranesi við góðar undirtektir.
Í morgun kom fríður hópur nemenda úr unglingadeild Grundaskóla og flutti atriði úr söngleiknum Úlfur, úlfur fyrir íbúa og dagdeildarfólk í Höfðasal.
Söngleikurinn Úlfur, úlfur er sýndur þessa dagana í Bíóhöllinni á Akranesi við góðar undirtektir.
Skólakór Grundaskóla undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur kom í heimsókn um daginn og var með söngskemmtun í Höfðasal fyrir íbúa heimilisins.
Skemmtunin var vel sótt og var almenn ánægja með hana.
Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa, læknar og stjórn Höfða, alls um 180 manns. Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur bryti og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.
Kjartan Kjartansson setti skemmtunina og kynnti Gísla Gíslason hafnarstjóra sem gest kvöldsins og sá hann jafnframt um veislustjórn. Patrekur Orri Unnarsson spilaði á gítar og söng nokkur lög. Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson flutt einnig nokkur lög við góðar undirtektir veislugesta.
Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.
Að lokum var dansað við undirleik Bjórbandsins sem hélt uppi miklu stuði fram að miðnætti.
Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.