Í gær komu Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen og Ellen Ólafsdóttir úr Lionsklúbbnum Eðnu og færðu Höfða að gjöf Rubelli hægindastól og útvarp til notkunar í herbergi sem tilheyrir hvíldarinnlögn.
Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Dvölin er að öllu jöfnu þrjár vikur á Höfða og markmið hennar er að gera fólki kleift að búa lengur á eigin heimili.
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir veitu gjöfinni viðtöku og þökkuðu fyrir höfðinglega gjöf sem mun nýtast vel á Höfða.