Gjöf frá Lionsklúbbnum Eðnu

Helga Atladóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen, Ellen Ólafsdóttir og Kjartan Kjartansson
Helga Atladóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen, Ellen Ólafsdóttir og Kjartan Kjartansson

 

Í gær komu Soffía Ómarsdóttir, Svanhildur Thorstensen og Ellen Ólafsdóttir úr Lionsklúbbnum Eðnu og færðu Höfða að gjöf Rubelli hægindastól og útvarp til notkunar í herbergi sem tilheyrir hvíldarinnlögn.

Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Dvölin er að öllu jöfnu þrjár vikur á Höfða og markmið hennar er að gera fólki kleift að búa lengur á eigin heimili.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir veitu gjöfinni viðtöku og þökkuðu fyrir höfðinglega gjöf sem mun nýtast vel á Höfða.

Þorrablót

IMG_0839

Einn af föstum siðum á Höfða er að halda þorrablót á bóndadaginn. Þorrablótið var í hádeginu í dag og reiddi Haukur kokkur og hans konur í eldhúsinu fram sérlega glæsilegt hlaðborð þar sem boðið var upp á allar gerðir þorramats og snafs með.

Gestur Friðjónsson kom með harmonikkuna og spilaði undir borðhaldi, einnig stjórnuðu Sigurður Ólafsson og Ármann Gunnarsson fjöldasöng.

Gjöf til Höfða

IMG_0827

Í gær komu systur úr Rebekkustúkunni nr. 5 Ásgerði I.O.O.F. á Akranesi færandi hendi og afhentu Höfða að gjöf hjólalyftara frá Guldmann ásamt sex seglum.

Við móttöku í Höfðasal veitti Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri gjöfinni viðtöku úr hendi Petrínar Ottesen yfirmeistara stúkunnar að viðstöddum góðum hópi systra úr Ásgerði.