Líf og list á Höfða

IMG_0625

Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða fyrir helgi.

Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli sem opnuð var á fimmtudag.

Á föstudaginn var opnuð samsýning íbúa, dagdeildarfólks og starfsfólks Höfða „Líf og list á Höfða“. Þar sem myndlist, hannyrðir og handverk eru til sýnis.

Gunnar Már Ármannsson söng nokkur lög við undirleik Valgerðar Jónsdóttir við opnunina.

Sýningin verður opin til 5.nóvember frá kl.13.00 til 16.00

Starfsaldurviðurkenningar 2014

IMG_0666

Á föstudag voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar í tengslum við opnun á sýningunni Líf og list á Höfða að viðstöddum miklum fjölda gesta. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 19 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Ásdís Garðarsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, María Ásmundsdóttir, Ólöf Lilja Magnúsdóttir, Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir og Sigurður J. Hauksson.

Fyrir 10 ára starf: Inga Lilja Guðjónsdóttir og Marianne Ellingsen.

Fyrir 15 ára starf: Erla Sveinsdóttir, Ester Theódórsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Ingigerður Höskuldsdóttir, Marta Ásgeirsdóttir, Svanhildur Skarphéðinsdóttir og Vilborg H. Kristinsdóttir.

Fyrir 20 ára starf: Dagný Fjóla Guðmundsdóttir og Erna Kristjánsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Guðný Sigurðardóttir.

Fyrir 30 ára starf: Kristín Magnúsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Kjartan sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða og minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða á síðustu mánuðum eftir farsælan starfsferil, þær Kristín Alfreðsdóttir starfsmaður í aðhlynningu og Lea H. Björnsdóttir starfsmaður við ræstingar. Samtals höfð þær starfað á Höfða í rúmlega 10 ár.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil þeirra. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld. Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður stjórnar Höfða afhenti þeim blómvönd og litla gjöf frá Höfða.