Vökudagar á Höfða

Vokudagar

Í tilefni Vökudaga verður haldin sýning á Höfða undir yfirskriftinni Líf og list á Höfða.  Um er að ræða samsýningu íbúa, starfsmanna og dagdeildarfólks á ýmsum hannyrðum, handverki og myndlist sem orðið hefur til í áranna rás.

Sýningin verður opnuð föstudaginn 31. október kl. 17.00

Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist.

Sýningin verður opin til miðvikudags 5.nóvember frá kl. 13.00 til 16.00

Allir velkomnir.

Sláturgerð

IMG_0573

Í vikunni sem leið var unnið í sláturgerð á Höfða með aðkomu íbúa og starfsmanna. Tekin voru 150 slátur. Fólk var einbeitt við sláturgerðina og handtökin fagmannleg og augljóst að margir þeirra sem að sláturgerðinni stóðu hafa tekið slátur allan sinn búskap.

Létt var yfir fólki við sláturgerðina og augljóst að allir höfðu af þessu gaman. Fyrsta sláturmáltíðin var framreitt á föstudaginn, en slátrið er sívinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.

Yfirblandari í sláturgerðinni var sem endranær Svandís Stefánsdóttir.