40 ára afmæli Höfða

HÖFÐI – febrúar 2008 til febrúar 2018

Myndasafn

2008

Júní:

Magnús H.Ólafsson kynnir teikningar af stækkun þjónusturýmis. Samþ.að ráða Guðlaug Hjörleifsson sem umboðsmann við verkið.

Akraneskaupstaður samþ. 10 millj.kr. framlag til að hefja viðbyggingu húsnæðis til fjölgunar einbýla.

8 starfsstúlkur á Höfða luku námi sem félagsliðar.

Vinnuskóli bæjarins samþ. að leggja til 4 stúlkur sem aðstoða heimilisfólk við göngutúra.

Júlí:

Helga Atladóttir ráðin hjúkrunarforstjóri í stað Sigurbjargar Halldórsdóttur sem hætti vegna aldurs.

September:

Samþ. að fjölga stöðugildum hjúkrunarfræðinga um eitt frá 1.jan.2009.

Október:

Sýning á verkum þriggja Skagamanna í tilefni 30 ára afmælis Höfða (skúlptúrar Guttorms Jónssonar, málverk Guðmundar Þorvaldssonar og glerlist Jónsínu Ólafsdóttur).

Nóvember:

Soroptimistar gefa 2 rafknúna hægindastóla (lyftistóla).

Desember:

Helga Jónsdóttir ráðin forstöðumaður dagdeildar í stað Emilíu Petreu Árnadóttur sem hætti vegna aldurs. Emilía er síðasti starfsmaðurinn sem hefur starfað óslitið á Höfða frá því heimilið tók til starfa 2. febrúar 1978.

2009

Maí:

Starfsmaður Höfða, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, kosin fegurðardrottning Íslands. Drottningunni færð blóm og hún hyllt af íbúum Höfða.

Október:

Undirbúningur hafinn að framkvæmdum við breytingu og endurbætur hjúkrunardeilda á 1. og 3.hæð samkv.teikningum Magnúsar H.Ólafssonar.

Desember:

Samþ. að hefja byggingu 10 herbergja álmu NA af Höfða svo hægt verði að leggja af tvíbýli á hjúkrunardeildum.

Grettistakið flóðlýst. Nú geta vegfarendur um Innnesveg notið listaverksins á nóttu sem degi.

2010

Febrúar:

Sigríður Guðmundsdóttir, kennd við Hvítanes á 100 ára afmæli.

Mars:

Félags- og tryggingamálaráðuneytið samþ. framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna stækkunar og endurbóta á þjónusturýmum.

Fundur með aðstandendum íbúa á Höfða. Framkv.stjóri, læknir, húsmóðir, sjúkraþjálfari og hjúkrunarforstjóri kynntu starfsemina. Fundurinn var mjög vel sóttur.

Stjórn Framkv.sjóðs aldraðra ásamt öldrunarlækni, form.fjárlaganefndar og fulltrúar ráðuneytis heimsóttu Höfða og fengu kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Apríl:

3 tilboð bárust í stækkun þjónusturýma. Samþ.að semja við lægstbjóðanda, Sjamma ehf. sem bauð tæpar 56 millj.kr. í verkið.

Sigursteinn Árnason á Sólmundarhöfða færir Höfða rausnarlega gjöf,

6 millj.kr.

Júní:

Félags- og tryggingamálaráðuneytið samþ. framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra, kr. 113.350.000, vegna nýbyggingar 10 hjúkrunrrýma til að fækka fjölbýlum.

Samþ. að setja upp nýtt sjúkrakallkerfi. 4 tilboð bárust, samþ.að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar.

Síðasti stjórnarfundur Antons Ottesen sem setið hefur í stjórn Höfða frá 1982 og áður sem varamaður frá því heimilið tók til starfa 1978.

2 starfsmenn heiðraðir fyrir 30 ára starf á Höfða, Arinbjörg Kristinsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir.

Júlí:

Stjórnarskipti. Nýja stjórn skipa: Kristján Sveinsson formaður, Kjartan Kjartansson varaformaður, Guðrún M. Jónsdóttir og Margrét Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi starfsmanna á er Hjördís Guðmundsdóttir.

2010:

Ágúst:

Fyrstu einingarnar reistar við stækkun eldhúss og þjónusturýmis.

September:

Guðbjartur Hannesson ráðherra velferðarmála heimsótti Höfða og fundaði með stjórnendum sem kynntu ýmis hagsmunamál Höfða. Fundinn sátu einnig Árni Múli Jónasson bæjarstjóri og Guðmundur Páll Jónsson formaður bæjarráðs.

Kiwanisklúbburinn Þyrill færði Höfða góðar gjafir: 3 sjúkrarúm, vinnuborð og þrekhjól, alls að andvirði 1.135.000 kr.

Október:

Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit samþ. fjármögnun byggingar 10 hjúkrunarrýma og munu greiða kostnað við framkvæmdir að frádregnum styrk úr Framkv.sjóði aldraðra.

Desember:

Verktaki lýkur 1.áfanga þjónusturýma á umsömdum tíma. 2.áfangi boðinn út í desember.

Félags- og tryggingamálaráðherra tilkynnir að frá 1.jan.2011 fækki hjúkrunarrýmum á Höfða um 2 og dvalarrýmum um 3. Íbúar verða því 73 í stað 78. Stjórn Höfða fer þess á leit að þessi ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi þess að um langt árbil hefur nýting hjúkrunar- og dvalarrýma verið 100% og langur biðlisti er eftir vistun á heimilinu. Jafnframt mun álag á hjúkrunardeild aukast vegna fyrirhugaðra breytinga á E-deild sjúkrahússins á Akranesi.

Eftir fund með starfsmönnum Félags- og tryggingamálaráðuneytis samþ. stjórn Höfða í ljósi breyttra aðstæðna að byggja 9 hjúkrunarrými til að fækka fjölbýlum í stað 10 eins og áætlað hafði verið.

Í ljósi þess að starfsemi Höfða hefur breyst þannig á undanförnum árum að yfir 60% íbúa heimilisins eru í hjúkrunarrými samþ. stjórn Höfða að nafn heimilisins skuli frá næstu áramótum vera: HÖFÐI hjúkrunar- og dvalarheimili.

Öryggismyndavélakerfi hefur verið sett upp á göngum og í kjallara.

2011

Janúar:

Eftir samkeppni meðal íbúa og starfsmanna var samþ. að nöfn deilda yrðu þessi:

1.hæð: Hólmur

2.hæð: Jaðar

3.hæð: Leynir

Sjúkraþjálfun: Hamar

Dagdeild: Garður

Samkomusalur: Höfðasalur

4 tilboð bárust í seinni áfanga stækkunar þjónusturýma. Samþ. að semja við lægstbjóðanda, Sjamma ehf., sem bauð tæpar 48 millj.kr. í verkið.

2 tilboð bárust í uppsetningu sjúkrakallkerfis. Samþ. að semja við lægstbjóðanda, Straumnes ehf., sem bauð tæpar 3,1 millj.kr. í verkið.

Mars

Samið við Markstofu (Magnús H.Ól.) um hönnun og ráðgjöf vegna 660 fermetra viðbyggingar við Höfða.

Maí:

Nýtt sjúkrakallkerfi tekið í notkun og gamla kerfið fjarlægt, en það var tengt við húsin á Höfðagrund. Ákvæði 6.gr. reglna frá 2002 um sjálfseignaríbúðir við Höfðagrund varðandi tengingu við Höfða um neyðarkallkerfi er því fallið úr gildi.

Viðræður hafnar við Fjármálaráðuneytið um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum öldrunarstofnana.

September:

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri hjúkrunarálmu. Í för með honum var starfslið Velferðarráðuneytisins ásamt mökum, alls um 100 manns. Viðstaddir voru einnig fulltrúar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar og fleiri gestir. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar í Höfðasal.

Ráðherra tilkynnir að fækkun hjúkrunarrýma sem kom til framkvæmda 1.jan. s.l. verði dregin til baka þegar nýja álman verður tekin í notkun.

2011:

56 starfsmenn Höfða fóru í 5 daga fræðslu- og skemmtiferð til Þýskalands. Þar var m.a. heimsótt hjúkrunarheimili í Freiborg þar sem stjórnendur kynntu starfsemina.

September:

Bylgja Kristófersdóttir tekur við starfi deildarstjóra hjúkrunardeildar af Sólveigu Kristinsdóttur sem lætur af störfum vegna aldurs.

Stækkun þjónusturýma hefur verið tekin í notkun (eldhús, matsalur, samkomusalur og sjúkraþjálfun. Einnig endurnýjun tækja í eldhúsi.

Desember:

Velferðarráðuneytið tilkynnir að í ljósi fækkunar á öldrunarúrræðum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands verði hjúkrunarrýmum á Höfða fjölgað um 2 á Höfða frá 1.jan. 2012. Íbúar verða því 75 frá næstu áramótum.

Höfðavinir, félag aðstandenda og velunnara Höfða var stofnað 2.des.

Samþ. að koma upp nýju brunaviðvörunarkerfi í allt húsið. Áætlaður kostnaður 10 millj.kr.

2012

Janúar:

Gæðahandbók fyrir Höfða. Samkomulag við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um samstarf við þetta verkefni.

Mars:

Hafdís Daníelsdóttir og börn gefa Höfða píanó og gítar til minningar um Helga Andrésson.

Apríl:

Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar gefur Höfða 1 millj.kr.

Maí:

Ríkisendurskoðun tilkynnir að hætt verði þátttöku í kostnaði við endurskoðun hjúkrunarheimila frá og með árinu 2012.

Margrét Vífilsdóttir tekur við starfi deildarstjóra af Sigrúnu Valgarðsdóttur sem lætur af störfum vegna aldurs.

Margrét A.Guðmundsdóttir heiðruð fyrir 30 ára starf á Höfða.

Fundur haldinn með 70 aðstandendum. Þar fór fram skrifleg könnun meðal fundarmanna um hvað þeim fyndist um þjónustuna á Höfða og hvaða ábendingar þeir hefðu. Niðurstaða þessarar könnunar var mjög jákvæð.

Júlí

50 manna hópur fyrrverandi alþingismanna og maka heimsótti Höfða.

7 tilboð bárust í byggingu 9 hjúkrunarrýma. Samþ. að semja við lægstbjóðanda, VHE ehf. Hafnarfirði, sem bauð tæpar 152 millj.kr. í verkið.

September:

Ný hjúkrunarálma var vígð 14.sept. Sr. Eðvarð Ingólfsson vígði húsið og síðan voru flutt ávörp og söngatriði.

Útboð vegna breytinga á hjúkrunargangi auglýst.

Velferðarráðuneytið leggur fram samanburð á rekstri öldrunarstofnana árið 2010. Höfði kemur mjög vel út úr þeim samanburði.

2012:

Október:

Guðrún Sigurbjörnsdóttir hætti rekstri fótaaðgerðarstofu 16.okt. Stjórn

Höfða þakkar Guðrúnu frábæra þjónustu í 25 ár. Nína Borg Reynisdóttir fótaaðgerðafræðingur tekur við rekstri stofunnar.

Nóvember:

5 tilboð bárust í endurnýjun og breytingar á hjúkrunargangi. Samþ. að semja við lægstbjóðanda, Alefli ehf. Mosfellsbæ, sem bauð tæpar 60,6 millj.kr. í verkið.

Nóvember:

Ríkiskaup bauð út tryggingar fyrir Höfða. 3 tilboð bárust. Samþ. að semja við lægstbjóðanda, TM, sem bauð 2.164.325 kr. Stjórn Höfða þakkar Sjóvá fyrir áratuga góða þjónustu við Höfða.

Hjúkrunarforstjóri kynnti tilboð sem borist höfðu í tímaskráningarkerfi. Samþ. að taka tilboði frá Advania varðandi uppfærslu og vefaðgang að tölvukerfi bakvarðar.

Desember:

Grundartangakórinn hélt sína árlegu jólatónleika. Þetta er 30.árið í röð sem kórinn syngur á Höfða að jafnaði tvisvar á ári. Framkv.stjóri þakkaði kórnum einstaka tryggð við Höfðafólk og færði þeim afsteypu af Grettistaki með áletrun.

2013

Febrúar:

Haldið upp á 35 ára afmæli Höfða 1.febrúar í Höfðasal.

Apríl:

Framkvæmdum við hjúkrunargang og fækkun fjölbýla lýkur 20 apríl. Flutt verður í endurnýjaðar íbúðir í lok apríl. Bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar boðið í heimsókn til að skoða framkvæmdir.

Stjórn Höfða lýsir ánægju með niðurstöður þjónustukönnunar hjá íbúum hjúkrunardeildar og aðstandendum þeirra í mars.

Maí:

17 umsóknir bárust um starf húsmóður. Samþ. að ráða Sigurlínu Gunnarsdóttur í starfið. Hún tekur við af Margréti A.Guðmundsdóttur sem lætur af starfi vegna aldurs.

25 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra. Samþ. að ráða Kjartan Kjartanssson í starfið. Hann tekur við af Guðjóni Guðmundssyni sem lætur af starfi vegna aldurs.

Júní:

Kvennahlaup ÍSÍ var í fyrsta sinn gengið frá Höfða. Um 40 konur gengur frá Höfða inn í Leyni og til baka.

Júlí:

Í hina árlegu sumarferð Höfðafólks fóru 50 manns. Farið var austur fyrir fjall með viðkomu í Hellisheiðarvirkjun. Ferðin var farin undir leiðsögn Björns Inga Finsen.

September:

Árlegar starfsaldursviðkenningar afhendar. Alls fengu 14 starfsmenn viðurkenningu, 7 fyrir fimm ára starf, 1 fyrir tíu ára starf, 5 fyrir fimmtán ára starf og 1 fyrir 20 ára starf. Við sama tækifæri voru kvaddir starfsmenn sem létu af starfi vegna aldurs á árinu. Þeir eru Margrét A. Guðmundsdóttir húsmóðir eftir 31 ár í starfi, Guðbjörg Halldórsdóttir starfsmaður í þvottahúsi í 12 ár og Guðjón Guðmundsson sem var framkvæmdastjóri í 8 ár.

2013:

Október:

Opnun ljósmyndasýningar 5 ára barna af leikskólanum Garðasel í tilefni Vökudaga. Einnig var opnuð sýning á málverkum Sylvíu Björgvinsdóttur á Höfða. Við opnunina flutti sönghópurinn Stúkurnar nokkur lög.

Nóvember:

Árleg kvöldvaka sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á með skemmtiatriðum og veitingum er haldin í Höfðasal.

2014

Febrúar:

Laugardaginn 2. febrúar flutti Kristjana Jónsdóttir inn á Höfða og varð þar með 500 íbúi heimilisins frá því það var opnað í febrúar 1978. Að því tilefni færði Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða Kristjönu blómvönd að gjöf.

Stjórn Höfða harmar tillögu fjármála- og efnahagsráðuneytis um lausn og á ágreiningi um greiðslu lífeyrishækkana og ábyrgð á áföllnum lífeyrisskuldbingum hjúkrunarheimila. Í tillögum ráðuneytisins er ekki tekið á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunar- og dvalarheimila sem eru með svokallaða sveitarfélagatengingu sem Höfði fellur undir. Stjórnin telur eðlilegt að tekið hefði verið heilstætt á þessum vanda hjá öllum hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Apríl:

Velferðarráðuneytið samþykkir að breyta 5 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými. Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.

Maí:

Stjórn Höfða samþykkir að breyta einu hjúkrunarrými í hvíldar- og skammtímarými.

Júní:

Stjórnarskipti. Nýja stjórn skipa: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varaformaður, Kristján Sveinsson og Margrét Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi starfsmanna er Guðmunda Maríasdóttir

2014:

Velferðarráðuneytið samþykkir að breyta 4 dvalarrýmum í 2 hjúkrunarrými. Eftir breytinguna verða 55 hjúkrunarrými og 21 dvalarrými á Höfða.

Í annað sinn var kvennahlaup ÍSÍ gengið frá Höfða, um 50 konur gengu frá Höfða inn í Leyni og til baka.

Júlí:

Nýr starfsmannafatnaður tekin í notkun á Höfða. Gamli starfsmannafatnaðurinn var kominn vel til ára sinna og úr sér genginn. Nýi fatnaðurinn er bæði þægilegur og litríkur.

Í hina árlegu sumarferð Höfðafólks fóru 60 manns. Ekin var Hvalfjarðarhringurinn með viðkomu á Hernámssetrinu að Hlöðum. Ferðin var farin undir leiðsögn Arnheiðar Hjörleifsdóttur frá Bjarteyjarsandi.

September:

51 starfsmenn Höfða fara í 5 daga fræðslu- og skemmtiferð til Austurríkis. Meðal annars var skoðað hjúkrunarheimilið Haus St. Josef am Inn í Innsbruck.

Október:

Í tilefni Vökudaga var haldin sýning á Höfða undir yfirskriftinni Líf og list á Höfða. Um er að ræða samsýningu íbúa, starfsmanna og dagdeildarfólks á ýmsum hannyrðum, handverki og myndlist sem orðið hefur til í áranna rás.

Jafnframt var opnuð ljósmyndasýning 5 ára barna af leikskólanum Garðasel.

Nóvember:

Árlegar starfsaldursviðkenningar afhendar. Alls fengu 19 starfsmenn viðurkenningu, 6 fyrir fimm ára starf, 2 fyrir tíu ára starf, 7 fyrir fimmtán ára starf, 2 fyrir 20 ára starf, 1 fyrir 25 ára starf og 1 fyrir 30 ára starf. Við sama tækifæri voru kvaddir starfsmenn sem létu af starfi vegna aldurs á árinu. Þeir eru Kristín Alfreðsdóttir starfsmaður í aðhlynningu og Lea H. Björnsdóttir starfsmaður við ræstingar. Samtals höfðu þær starfað á Höfða í rúmlega 10 ár.

2015

Janúar:

Rebekkustúkan nr. 5 Ásgerður I.O.O.F. færði Höfða af gjöf hjólalyftara frá Guldmann ásamt fylgibúnaði.

Lionsklúbburinn Eðna færði Höfða að gjöf Rubelli hægindastól og útvarp til notkunar í hvíldar- og skammtímarými.

Febrúar:

Sigurður J. Hauksson tekur við starfi umsjónamanns fasteigna af Magga Guðjóni Ingólfssyni sem lætur af störfum.

Apríl:

Fundur haldinn með 70 aðstandendum. Þar fór fram skrifleg könnun meðal fundarmanna um hvað þeim fyndist um þjónustuna á Höfða og hvaða ábendingar þeir hefðu. Niðurstaða þessarar könnunar var jákvæð.

Júní:

Í þriðja sinn var kvennahlaup ÍSÍ gengið frá Höfða, um 40 konur gengu frá Höfða inn í Leyni og til baka.

Júlí:

Í hina árlegu sumarferð Höfðafólks fóru 55 manns. Farið var upp í Borgarfjörð með viðkomu í Safnhúsinu í Borgarnesi og að Hótel Hamri þar sem boðið var upp á veitingar. Ferðin var farin undir leiðsögn Björns Inga Finsen.

Október:

Í tilefni Vökudaga vor sýningar á Höfða. Ásgeir Samúelsson sýndi útskurð, börn af leikskólanum Garðasel voru með ljósmyndasýningu og myndlistarkonurnar Jóhanna Vestmann og Nína Áslaug Stefánsdóttir sýndu m.a. olíu- og vatnslitamyndir.

Nóvember:

Árlegar starfsaldursviðkenningar afhendar á kvölduvöku sem starfsmenn héldu fyrir íbúa Höfða. Alls fengu 8 starfsmenn viðurkenningu, 1 fyrir fimm ára starf, 2 fyrir fimmtán ára starf, 4 fyrir 25 ára starf og 1 fyrir 35 ára starf. Við sama tækifæri var Svandís Stefánsdóttir starfsmaður í eldhúsi kvödd en hún lét af starfi vegna aldurs á árinu eftir rúmlega 23 starf.

2015:

Desember:

Reynir Þorsteinsson yfirlæknir segir upp samningi um læknisþjónustu þar sem hann er að fara á eftirlaun. Reynir er búinn að vera yfirlæknir frá stofnun Höfða. Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að ræða við HVE um gerð samnings um læknisþjónustu Höfða.

2016

Janúar:

Samband borgfirskra kvenna færir Höfða peningagjöf til kaupa á búnaði sem nýtist heimilisfólki Höfða.

Febrúar:

Hallveig Skúladóttir ráðin hjúkrunarforstjóri í stað Helgu Atladóttur sem látið hefur af störfum.

Höfði gerir samning við HVE um sameiginlegt rafrænt sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Vesturlandi.

Stjórn Höfða samþykkir að endurnýja bifreið fyrir ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra.

Mars:

Lionsklúbbur Akraness færir Höfða SimplyGo ferðasúrefnissíu að gjöf.

Apríl:

Jón Guðjónsson færir Höfða peningagjöf til kaupa á búnaði fyrir dagdvöl Höfða.

Maí:

Velferðarráðuneytið samþykkir að breyta 10 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými. Eftir breytinguna verða 61 hjúkrunarrými, þar af eitt hvíldar- og skammtímarými og 9 dvalarrými á Höfða.

Lionsklúbburinn Eðna færði Höfða að gjöf hjól fyrir tvo ferðþega með hjálparmótor. Við sama tækifæri færði Slysavarnadeildin Líf bæði fjárframlag og hjólahjálma. Í tengslum við komu hjólsins safnaðist einnig

2016:

töluvert í söfnunarbauka á Höfða og að lokum safnaði Andrea Björnsdóttir töluverðum fjármunum í hjólasjóðinn.

Júní:

Í fjórða sinn var kvennahlaup ÍSÍ gengið frá Höfða, um 40 konur gengu frá Höfða inn í Leyni og til baka.

September:

Stjórn Höfða samþykkir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem fela í sér að heimilisfólk hættir að borða í matsal heimilisins. Hver deild heimilisins verður með aðstöðu til að matast í. Auk þess sem komið er upp þvottaaðstöðu á hverri deild heimilisins. Ekki verða um aðgreind störf að ræða á deildum, starfsfólk í umönnun mun annast þau störf sem til falla inn á deildum. Í eldhúsi heimilisins verður framleiddur hádegisverður og kvöldverður sem borin verður fram á hverri deild fyrir sig. Eftir breytingarnar lokar eldhús Höfða kl. 16.00. Breytingarnar taka gildi um áramót.

Október:

Kynnt samkomulag um tillögun á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða hjúkrunarheimila sem rekin eru af eða á ábyrgð sveitarfélaga milli ríkis og sveitarfélaga

Nóvember:

Í tengslum við Vökudaga á Akranesi voru tvær sýningar opnaðar á Höfða. Fyrst ber að nefna sýninguna „Það sem augað mitt sér“ sem er ljósmyndasýning 5 ára barna í leikskólanum Garðaseli. Auk þess var opnuð samsýning Elínborgar Halldórsdóttur (Ellý) sem sýndi myndlist og glerlist og hópsins Skraddaralýs sem er hópur kvenna úr Hvalfjarðarsveit auk kvenna af Akranesi og Borgarnesi sem sýndu bútasaum.

Árlegar starfsaldursviðkenningar afhendar á kvölduvöku sem starfsmenn héldu fyrir íbúa Höfða. Alls fengu 12 starfsmenn viðurkenningu, 6 fyrir fimm ára starf, 1 fyrir 10 ára starf, 3 fyrir fimmtán ára starf og 2 fyrir 20 ára starf. Við sama tækifæri voru kvaddir starfsmenn sem létu af starfi vegna aldurs á árinu. Þeir eru Erna Kristjánsdóttir félagsliði, Ragnheiður Guðmundsdóttir sjúkraliði og Sigríður Sigurlaugsdóttir sjúkraliði. Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 77 ár.

Stjórn Höfða samþykkir aðild Höfða að nýjum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu hjúkrunarheimila sem gildir frá 1.1.2016 til 31.12.2018.

Desember:

Stjórn Höfða samþykkir jafnréttisstefnu fyrir heimilið sem tekur til starfsmanna, íbúa og aðstandenda þeirra.

2017

Janúar:

Undirritaður samningur um uppgjör á B-deildar lífeyirsskuldbindingum Höfða milli Höfða, Akraneskaupstaðar, ríkissjóðs íslands, Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Stefán Bjarnason fyrrum yfirlögregluþjónn á Akranesi og íbúi á Höfða á 100 ára afmæli þann 18. janúar.

Febrúar:

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir tekur við starfi hjúkrunardeildarstjóra af Bylgju Kristófersdóttur sem lætur af störfum.

Apríl:

Velferðarráðuneytið samþykkir timabundna fjölgun hjúkrunarrýma Höfða um 4. Rýmin eru sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru með færni- og heilsumat og bíða á Landspítalanum eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými.

Hörður Helgason tekur sæti Ólínu Ingibjargar Gunnarsdóttur sem varaformaður í stjórn Höfða.

Júní:

Í fimmta sinn var kvennahlaup ÍSÍ gengið frá Höfða, um 40 konur gengu frá Höfða inn í Leyni og til baka.

Ágúst:

Höfði fær afhenta nýja bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra sem Höfði rekur samkvæmt samningi fyrir Akraneskaupstað. Nýja bifreiðin er af gerðinni Iveco Bus Daily frá BL. Bifreiðin tekur 11 farþega þar af 3 í hjólastólum.

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í byrjun ágúst mánaðar. Rúmlega 50 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum. Ekið var upp í Borgarfjörð, skoðað búvélasafnið á Hvanneyri. Síðan lá leiðin í Munaðarnes þar sem boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð.

2017:

September:

Stjórn Höfða samþykkir að endurnýja bifreið Höfða. Keypt er bifreið af gerðinni Mercedes-Bens Sprinter sem er með hjólastólalyftu.

Nóvember:

Árlegar starfsaldursviðkenningar afhendar á kvölduvöku sem starfsmenn héldu fyrir íbúa Höfða. Alls fengu 14 starfsmenn viðurkenningu, 5 fyrir 5 ára starf, 2 fyrir 10 ára starf, 1 fyrir 15 ára starf, 2 fyrir 20 ára starf, 1 fyrir 25 ára starf og 3 fyrir 30 ára starf. Við sama tækifæri voru kvaddir starfsmenn sem létu af starfi vegna aldurs á árinu. Þeir eru Margrét Reimarsdóttir starfmaður í býtibúriog Helga Dóra Sigvaldadóttir starfamaður í eldhúsi. Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 16 ár.

Brú lífeyrissjóður tilkynnir að ríkissjóður hafi greitt framlög heimilisins, þ.e. framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins. Því kemur ekki til þess að lífeyrisskulbinding falli á Höfða vegna A-deildar Brúar lífeyrissjóðs.

Desember:

Skrifað er undir endanlegan samning milli ríkissjóðs íslands, Akraneskaupstaðar, Höfða og hlutaðeigandi lífeyrissjóða um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Velferðarráðuneytið samþykkir framlengingu fjögurra tímabundinna hjúkrunarrýma á Höfða til 31.12.2018.

2018

Janúar:

Gengið frá ráðningu Þórlínu Sveinbjörnsdóttur í nýja stöðu hjúkrunardeildarstjóra yfir Jaðri.

Febrúar:

Haldið upp á 40 ára afmæli Höfða.