Kvöldvaka

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í kvöld. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Fyrst sungu og léku tvær ungar stúlkur nokkur lög, síðan komu 15 félagar úr Kór Akraneskirkju og fluttu þjóðlega sýningu um djáknann á Myrká og Miklabæjar Sólveigu með myndum og söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar bæjarlistamanns.  Þá kvað Sigurbjörg Halldórsdóttir rímur og loks var tískusýning frá Litlu búðinni þar sem skemmtinefndin og nokkrir aðrir starfsmenn Höfða voru í hlutverki tískusýningarfólks.


Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel. Skemmtinefndina skipuðu þær Margrét Reimarsdóttir, Ólöf Elva Smáradóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Stína Ósk Gísladóttir og Svandís Stefánsdóttir.