Nýja hjúkrunarálman var vígð í dag. Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða bauð gesti velkomna og Sr. Eðvarð Ingólfsson flutti blessunarorð og vígði húsi.
Eftir að gestir höfðu skoðað húsið var boðið til kafiisamsætis í Höfðasal. Þar söng Árni Geir Sigurbjörnsson nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar bæjarlistamanns. Þá flutti Sigurfinnur Sigurjónsson ávarp fyrir hönd verktaka, Þorvaldur Vestmann formaður framkvæmdanefndar rakti sögu byggingarinnar og síðan fluttu ávörp Margrét Magnúsdóttir sem afhenti rausnarlega gjöf frá Kvenvélaginu Björk í Skilmannahreppi, Ása Helgadóttir sveitarstjórnarmaður í Hvalfjarðarsveit, Guðmundur Páll Jónsson formaður bæjarráðs Akraness og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri þakkaði öllum sem að verkinu hafa komið og einnig þeim sem færðu Höfða gjafir og blóm.