Stofnfundur Höfðavina

 

 

Í gær var haldinn félags aðstandenda og velunnara Höfða og hlaut félagið nafnið Höfðavinir. Frumkvæði að stofnun félagsins höfða þær Elín Hanna Kjartansdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Soffía Magnúsdóttir og stjórnuðu þær fundinum. Samþykkt voru lög fyrir félagið og fyrrnefndar þrjár konur kosnar í stjórn. Í varastjórn voru kosin Valdís Valgarðsdóttir og Guðjón V.Guðjónsson.

 

Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða færði félaginu að gjöf fundargerðarbók og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri lýsti ánægju stjórnenda Höfða með stofnun félagsins. Meðal fundarmanna var Árni Múli Jónasson bæjarstjóri.