Aðstandendafundur

Í gær var haldinn fundur með aðstandendum íbúa á Höfða. Þar sagði Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri frá yfirstandandi og fyrirhuguðum framkvæmdum við endurbætur og stækkun Höfða, Reynir Þorsteinsson læknir ræddi um læknisþjónustu á Höfða og lífsskrá, Margrét A.Guðmundsdóttir forstöðukona lýsti félagsstarfi og afþreyingu á heimilinu og Elísabet Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari sagði frá sjúkraþjálfun á Höfða. Frummælendum sátu síðan fyir svörum ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra sem var fundarstjóri.

 

Fundurinn var mjög vel sóttur. Boðið var upp á kaffi og meðlæti að lokinni dagskrá.