Kvöldvaka

Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. fimmtudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.

 

Meðal þeirra sem skemmtu voru Gísli S.Einarsson bæjarstjóri sem spilaði á harmoniku og söng, Oddný Björgvinsdóttir og Kristín Sigurjónsdóttir spiluðu á harmoniku og fiðlu, Sigurbjörg Halldórsdóttir kvað rímur. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður sýndi skartgripi og Eygló Halldórsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Skarphéðinn Árnason sýndu hvernig bera átti djásnin. Einnig gaf Dýrfinna glæsilega vinninga í happdrætti kvöldsins.

 

Skemmtinefnd skipuðu þær Edda Guðmundsdóttir,Guðmunda Hallgrímsdóttir, Hildur Þorvaldsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.

 

Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.