Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. fimmtudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.
Meðal þeirra sem skemmtu voru Gísli S.Einarsson bæjarstjóri sem spilaði á harmoniku og söng, Oddný Björgvinsdóttir og Kristín Sigurjónsdóttir spiluðu á harmoniku og fiðlu, Sigurbjörg Halldórsdóttir kvað rímur. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður sýndi skartgripi og Eygló Halldórsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Skarphéðinn Árnason sýndu hvernig bera átti djásnin. Einnig gaf Dýrfinna glæsilega vinninga í happdrætti kvöldsins.
Skemmtinefnd skipuðu þær Edda Guðmundsdóttir ,Guðmunda Hallgrímsdóttir , Hildur Þorvaldsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir .
Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.
Frá vinstri: Gunnar Bjarnason, Grétar Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir, Steinunn Hafliðadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir. Frá hægri: hjónin Björn Gústafsson og Rakel Jónsdóttir, Sigurður B.Sigurðsson, Svavar sonur hans og Ólafur Þórðarson.
Gísli S.Einarsson standandi. Til hægri eru Gunnar Bjarnason og Grétar Jónsson.
Heimabakað góðgæti frá starfsmönnum. Við gluggann standa frá vinstri skemmtinefndarkonurnar Edda Guðmundsdóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.
Góðgæti á borðum.
Skemmtinefndin. Talið frá vinstri: Hildur Þorvaldsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Guðmundína Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir.
Glæsilegir skartgripir frá Dýrfinnu Torfadóttur.
Margrét A.Guðmundsdóttir og Krstinn Finnsson.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Árnason, Dýrfinna Torfadóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Eygló Halldórsdóttir.
Listamenn í léttu spjalli. Sveinn Guðbjarnason listmálari og Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður.
Bjarney Hagalínsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir. Til vinstri sjást Valgerður Einarsdóttir og Ólafía Magnúsdóttir.
Sigurbjörg Halldórsdóttir og Sigurlaug Garðarsdóttir. Í dyrunum stendur Edda Guðmundsdóttir.
Frá vinstri: Ólafur Gíslason, Lilja G.Pétursdóttir, Eygló Halldórsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir, Skarphéðinn Árnason, Sigurður Halldórsson, Stefán Bjarnason, Bjarni Guðmundsson, Sveinn Guðbjarnason, Bjarney Hagalínsdóttir, Kristinn Finnsson og Svava Gunnarsdóttir. Lengst til vinstri sjást Björn Sigurbjörnsson og Lilja Pétursdóttir.
Frá vinstri: Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Magni Ingólfsson, Sigrún Stefánsdóttir, Valgerður Einarsdóttir og Ólafía Magnúsdóttir.
Frá vinstri: Anna Erlendsdóttir, Margrét Níelsdóttir, Bára Pálsdóttir. Við borðsendann er Steinunn Jósefsdóttir, þá Kristín Kristinsdóttir og til hægri er Ólafur Gíslason.
Frá vinstri: Vigfús Sigurðsson, Hörður Jónsson, Lára Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Kristján Pálsson. Til vinstri sést Sigurbjörg Ragnarsdóttir og standandi er Hildur Bernódusdóttir.
Frá vinstri: Hákon Björnsson, Sigríður Sigursteinsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Sigurjón Jónsson og Þorgerður Bergsdóttir. Standandi er Hildur Þorvaldsdóttir.
Frá vinstri: Kristín Alfreðsdóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Fanney Reynisdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Hildur Bernódusdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.
Fremst situr Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Frá vinstri: Sóley Sævarsdóttir, Steinunn Hallgrímsdóttir, Sonja Hansen, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Arína Guðmundsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir og Júlíana Karvelsdóttir.
Frá visntri: Ingibjörg Ólafswdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir, að baki henni er Dýrfinna Torfadóttir, þá Sigrún Sigurgeirsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Erla Sveinsdóttir og dóttir hennar.