Gjör frá Lionsklúbb Akraness

Þann 15. apríl s.l. fékk Höfði afhenta höfðinglega gjöf frá Lionsklúbb Akraness – Essenza 300 LT veltirúm ásamt dýnu og gálga. Rúmið er fyrsta flokks sjúkrarúm sem Höfða hefur sárvantað og mun nýtast heimilinu afar vel. Rúmið mun bæta líðan þeirra íbúa sem þess njóta og um leið auðvelda starfsfólki umönnun og daglega þjónustu. Slík gjöf skiptir sköpum í daglegu starfi á Höfða og endurspeglar samhug og samfélagslega ábyrgð Lionsklúbbs Akraness með skýrum hætti. 

Stjórnendur Höfða þakka Lionsklúbb Akraness kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og hlýhuginn sem að baki henni býr.

Jón Smári Svavarsson formaður Lionsklúbbs Akraness afhendir Ingibjörgu Ólínu Gunnarsdóttur hjúkrunarforstjóra Höfða gjafabréfið fyrir veltirúminu.