Árni Johnsen skemmtir Höfðafólki

Árni Johnsen skemmti íbúum og dagdeildarfólki í Höfðasal í dag. Árni söng og sagði sögur eins og honum einum er lagið. Hann kallaði Freystein Jóhannsson upp og sungu þeir saman síðustu lögin. Mikil aðsókn var að þessari skemmtun og undirtektir góðar.

Vortónleikar Grundartangakórsins

Grundartangakórinn hélt sína árlegu vortónleika á Höfða s.l. þriðjudag. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og einsöngvarar Smári Vífilsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason.


Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og undirtektir góðar. Kórinn hefur sýnt íbúum Höfða einstaka ræktarsemi en þetta mun vera 30.árið sem kórinn syngur á Höfða og undanfarin ár tvisvar á ári.


Myndirnar tók Helgi Daníelsson.