Nýr hárgreiðslumeistari.

Í gær tók nýr hárgreiðslumeistari, Guðný Aðalgeirsdóttir, við rekstri hárgreiðslustofunnar á Höfða, en Áslaug Hjartardóttir hætti störfum á Þorláksmessu eftir 22ja ára farsælt starf. Guðný er boðin velkomin á Höfða. Hún er reyndur hárgreiðslumeistari og er fengur að fá hana hingað til starfa. Guðný leigir aðstöðuna og lýkur þar með rekstri Höfða á hárgreiðslustofu, en þjónustan er áfram tryggð, enda góð hárgreiðslustofa nauðsynlegur þáttur í starfsemi Höfða.

Góðir gestir.

Í gær heimsóttu Höfða þeir Magnús Stefánsson alþingismaður NV-kjördæmis og Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri. Þeir félagar fengu sér kaffisopa með íbúum og starfsfólki og litu við í dagvistinni þar sem Sigríður Beinteinsdóttir frá Hávarðsstöðum færði þeim ljóðabók með ljóðum hennar og 7 systkina hennar.