Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, fundur nr. 35

Dags. 10.9.2008

35. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 10. september  2008 kl. 16:00.

 

Mætt á fund:  Benedikt Jónmundsson, formaður

                                   Karen Jónsdóttir

                                   Rún Halldórsdóttir

                                   Anton Ottesen

Auk þeirra; Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fyrir tekið:

1.   Vistunarmál.

Forgangslisti dagsettur 1. apríl 2008 frá Heilbrigðisumdæmi Vesturlands, Vistunarmatsnefnd lagður fram.

2.   Bréf Grétu Jóhannesdóttur, dagsett 1. september 2008.

Afgreiðslu  frestað til næsta fundar.

3.  Erindi hjúkrunarforstjóra.

Samþykkt að fjölga stöðugildum hjúkrunarfræðinga um eitt frá og með næstu áramótum. Samþykkt að breyta 70% stöðu starfsstúlku í 70% stöðu sjúkraliða.

4.  Bankamál.

Málin rædd

5.  Aðalfundur.

Samþykkt að boða til Aðalfundar 30. september 2008.

6.  Önnur mál.

Stjórnin samþykkir að skipa eftirtalda í framkvæmdanefnd vegna fyrirhugaðar stækkunar þjónusturýmis, framkvæmdastjóra, formann stjórnar og varaformann.

  Fleira ekki á dagskrá, fundi slitið kl. 17:00