Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, fundur nr. 33

Dags. 26.6.2008

Dags. 26. júní  2008.  33. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 26. júní  2008 kl. 17:30.

 

Mætt á fund:  Benedikt Jónmundsson, formaður

                                   Karen Jónsdóttir

                                   Guðrún Jónsdóttir

                                   Anton Ottesen

Auk þeirra; Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri, Helga Atladóttir verðandi hjúkrunarforstjóri og

Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fyrir tekið

1.   Ársreikningur 2007. Jóhann Þórðarson endurskoðandi mætti á fundinn og kynnti ársreikninginn.

Ársreikningur lagður fram til staðfestingar og samþykktur.

2.   Vistunarmál.

Biðlisti dagsettur 1. apríl 2008 frá þjónustuhóp aldraða lagður fram.

3. Bréf Akranneskaupstaðar dagsett 30. maí 2008, varðandi eingreiðslu til starfsmanna Höfða.

Lagt fram.

4.  Bréf Félags- og tryggingamálaráðuneytis dagsett 10. júní 2008. Ný reglugerð um mat á þörf aldraða fyrir dvalarrými.

Lagt fram.

5. Bréf Akraneskaupstaðar dagsett 11. júní 2008, samþykkt bæjarstjórnar um 10 milljón króna framlag til að hefja viðbyggingu húsnæðis til fjölgunar einbýlum á Höfða.

Lagt fram.  Stjórn Höfða fagnar þessari stefnumarkandi ákvörðun.

6.  Bréf Akraneskaupstaðar dagsett 11. júní 2008, varðandi ábyrgð lána á framkvæmdatíma.

Lagt fram.

7.  Bréf Hvalfjarðarsveitar dagsett 11. júní 2008, varðandi ábyrgð lána á framkvæmdatíma.

Lagt fram.

8.  Bréf hjúkrunarfræðinga á Höfða dagsett 11. júní 2008.

Lagt fram. Málið rætt og afgreiðslu  frestað.

9.  Önnur mál.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við forstöðumann Tæknisviðs Akraneskaupstaðar varðandi ástand götu milli Höfða og íþróttahallar.

Formaður þakkaði Sigurbjörgu góð störf og ánægjulegt samstarf og óskaði henni velfarnaðar.

                          Fleira ekki á dagskrá, fundi slitið kl. 19:10

                          Benedikt Jónmundsson (sign)

                          Karen Jónsdóttir (sign)

                          Guðrún M.Jónsdóttir (sign)

                          Anton Ottesen (sign)

                          Hjördís Guðmundsdóttir (sign)

                          Helga Atladóttir (sign)

                          Sigurbjörg Halldórsdóttir (sign)

                          Guðjón Guðmundsson (sign)