Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, fundur nr. 31

Dags. 28.4.2008

Dags. 28. apríl  2008.  31. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 28. apríl  2008 kl. 16:30.

Mætt á fund:  Benedikt Jónmundsson, formaður

                                    Karen Jónsdóttir

                                    Rún Halldórsdóttir

                                    Anton Ottesen

Auk þeirra; Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri og Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fyrir tekið

1.   Vistunarmál .

Staðfest vistun Guðrúnar Jónsdóttur til heimilis að Vesturgötu 105, Akranesi. Staðfest vistun Sigríðar Jensdóttur til heimilis að Tindaflöt 2, Akranesi.

2. Bréf Nönnu Sigurðardóttur, dags. 14. apríl. Sótt er um launalaust leyfi í 1 ár vegna náms.

Stjórn Höfða verður við erindinu.

3.  Bréf Sóleyjar Sævarsdóttur trúnaðarmanns sjúkraliða, dags 21. apríl.

Stjónin vísar erindinu til umsagnar launanefndar sveitafélaganna.

4.  Stækkun þjónusturýmis, fjármögnun.

Lögð var fram umsókn til íbúðarlánasjóðs, dagsett 23. apríl 2008.

5.  Önnur mál.

Framkvæmdastjóri sagði frá heimsókn Félagsmálanefndar Hvalfjarðarsveitar ásamt Félagsráðgjafa.

Hestamannafélagið Dreyri heimsótti heimilisfólk sumardaginn fyrsta og færði heimilinu blómvönd

 

Fleira ekki á dagskrá, fundi slitið kl. 18:00