Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, fundur nr. 30

Dags. 2.4.2008

Fundur nr. 30. Dags. 2. apríl  2008

30. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 2. apríl  2008 kl. 16:30.

Mætt á fund:  Benedikt Jónmundsson, formaður

                                    Karen Jónsdóttir

                                    Rún Halldórsdóttir

                                    Anton Ottesen

Auk þeirra; Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Halldórsdóttir hjúkrunarforstjóri og Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fyrir tekið

 

1.   Stækkun þjónustuálmu. Viðræður við Magnús H. Ólafsson arkitekt.

Magnús H. Ólafsson kynnti stöðu hönnunar.

2. Vistunarmál.

Biðlisti dagsettur 1. apríl 2008 frá þjónustuhóp aldraðra lagður fram.

3. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1/1.-31/12.

Lagt fram

4. Bréf Elísabetar Ragnarsdóttur, dags 28/2.

Stjórnin samþykkir að verða við erindinu.

5.  Bréf frá Fönn ehf. dagsett 4. mars 2008 varðandi tilboð í þvottaþjónustu.

Tilboðinu hafnað.

6. Kjarasamningur við djákna.

Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi samning.

7. Öryggisþjónusta

Málið rætt.

8. Bréf bæjarstjóra dagsett 27. mars 2008, um kynningar fund á málefnum aldraðra.

Lagt fram.                           

    Bréf Önnu Fríðu Magnúsdóttur dagsett 2. apríl 2008.

Stjórn Höfða getur ekki orðið við erindinu.

    Umsókn Höfða til Framkvæmdasjóðs aldraðra vegna stækkunar þjónusturýmis, dagsett 4. mars.

Lagt fram.

11. Bréf Félags- og tryggingamálaráðuneytis, dagsett 27. mars 2008.

Efni: Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

      “Félags-og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að fengnum tillögum frá stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra að fresta ákvörðun um úthlutun til þessa verkefnis þar til síðar á árinu þegar félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur skoðað nánar þær breytingar sem um ræðir.”

 

Fleira ekki á dagskrá, fundi slitið kl. 18:15

Benedikt Jónmundsson       (sign)

Karen Jónsdóttir                 (sign)

Rún Halldórsdóttir  (sign)

Anton Ottesen                    (sign)

Hjördís Guðmundsdóttir      (sign)

Sigurbjörg Halldórsdóttir     (sign)

Guðjón Guðmundsson        (sign)